Thursday, July 31, 2008

Er að fara að koma heim :)

Kem heim 30 ágúst klukkan 15:00 svo þið getið farið að undirbúa allar komuveislurnar fyrir mig

Tuesday, July 8, 2008

I´m FREEEE :)

Fyrir þá sem hafa ekki fengið öskrandi símhringinu um að ég náði LSE og það með bara mjög góðum einkunum... en já þá náði ég LSE... ÓGEÐSLEGA ÁNÆGÐ :)
Ég er sem sagt frjáls frá LSE :)

En ég og Ingvi fórum í road trip um helgina...og þar sem það er mánuður í að sumir verði 25 ára var ákveðið að láta fröken Karen keyra hérna í vinstri umferðinni á Bretlandi. Þetta gekk svo sem ágætlega og ég var orðin mjög góð á þriðja degi... en fyrst þurfti ég auðvitað að gera öll mistök sem hægt er að gera... keyra inn einu sinni vitlausu megin á götuna (sem betur fer var enginn bíll.. bara öskrandi Ingvi sem lét mig vita af því), vinstra framhornið á bílnum var í mikilli hættu allan tímann og svo var ég næstum búin að keyra niður einn hest úti á landi ;)
Plús við fengum ekki GPS tæki svo það var brunað og keypt stór A5 blaða vegabók og hún notuð um allt mitt Bretland. En þetta var mjög gaman, keyptum okkur tjald og tjölduðum rétt hjá Warwick og Stratford upon Avon og skoðuðum Warwick kastala og sáum arnarsýningu sem var frábær, skoðum svo allt í kringum Shakespear í Startford en þar fæddist hann og fórum á þennan geðveika fiðrildabúgarð með þessum Huge fiðrildum sem settust á mann.
En þvílíkt frelsi að hafa bíl.. búin að sakna þess mikið og held að allar næstu helgar verði leigður bíll og farið eitthvað út fyrir London. Maður er komin með smá ógeð á að vera hérna.. og mjög æðislegt að fara út á land í sveitalífið ;)
Set inn hérna nokkrar myndir af ferðinni okkar




En sé ykkur öll í ágúst
bæjó
Karen

Saturday, March 22, 2008

Attack of the spider!!!

Ég sat í makindum mínum í fyrradag í stóra flotta sófanum mínum.. (ehmm). En já sé ég þá ekki eitthvað hreyfast á buxunum mínum. Er það ekki þessi ótrúlega ógeðslega loðna kónguló með klær!!!! að skríða á mér. Ég öskra á Ingva bara " TAKTU HANA" nokkrum sinnum. Tekur Ingva alveg nokkrar sek að átta sig á því hvað er að ske. Hann reynir eitthvað að taka hana með pappír en þá tekur bara þessi ógeðslega kónguló á rás.. og þá bara flippa ég.. get ekki setið lengur kyrr með þennan viðbjóð á buxunum mínum. Svo ég tek þennan góða dans (mjög svipaður dans og Steinunn tók fyrir ári síðan þegar kóngulóin var á bolnum hennar) í nokkrar mín þar til Ingvi finnur kóngulóna á gólfinu. Er enn með hroll og sé kóngulær allstaðar... svona loðnar með KLÆR.... OMG þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla. Ég er samt að reyna að taka Fríðu frænku á þetta og hugsa um að þær séu nú ekki svo slæmar, þær halda öðrum jafnvel verri skordýrum úti.. en samt úfff... þegar þetta fer að skríða á manni.

En annars er ég bara núna að bíða eftir pakka að heiman, með páskaeggi í og vonandi smá lakkrís ;)

p.s. búin að skrifa um 2000 orð í ritgerðinni minni ;) 1/4 búinn ;)

Thursday, February 7, 2008

Ha er komið 2008!!!

ok já ég veit.. ég er ekki mjög duglegur bloggari. ;)
En það er bara eitthvað svo lítið að frétta hérna... bara læra, borga reikninga, læra, borga reikninga... borða... skóli... læra.. borga reikninga.
En annars við fórum já heim um jólin, sem var geðveikt nice, hitta alla fá góðan mat og name it ;)
Svo komu mamma og Siggi og svo Anna Sigga og Helga um daginn og það var ógeðslega gaman ;)
En ég fór og talaði við leiðbeinandann minn og ég ætla líklega að skrifa um eitthvað hvernig the yield-curve spáir fyrir recession, geri eflaust fleiri breytur í módelinu sé hvað spáir best fyrir og skoða nokkur lönd og voða gaman.. ;)
En allavega Gleðilegt nýtt ár :D, betra er seint en aldrei ;)

Monday, December 3, 2007

JÁHÁ...

Ok svo sem engar fréttir frá London, nema ég á afmæli í dag... loksins orðin 20 ára, búin að bíða eftir því svo lengi ;).
En ég fæ það skemmtilega hlutverk í dag að læra undir próf á afmælisdeginum mínum, ekki það að ég er nú orðin vön því eftir öll þessi ár í skóla.
En set inn hérna eina jólamynd frá London, komið upp smá jólaskraut í bænum og mér fannst þetta soddið flott :)
En bara hvað 3 vikur í heimkomu.. hlakka til að sjá alla..
see ya

Wednesday, November 7, 2007

Lion King VÁÁÁÁ!!!!!

Við fórum á lion king í gær... og vá.. þetta er það flottasta sem ég hef séð. Vorum frekar nálægt sviðinu svo sáum allt... vorum eitthvað á 4 eða 5 bekk ;), fékk góðan stúdentaafslátt fyrir mig ;). En vá manni leið eins og maður væri kominn inn í frumskóg.. og alla sýninguna var ég ok hvernig ætli þeir geri þetta atriði... og þeir gerðu það alltaf miklu flottara en ég hefði nokkurn tímann geta ímyndað mér... bara allir sem fara til london eða new york.. bara skylda að fara á þetta... er enn í vímu ;)

but must study... see ya

Sunday, November 4, 2007

Hnetubrjóturinn

Var að panta miða á hnetubrjótinn 19 des í London Coliseum. Svo við erum að fara á ballett ;) hehe held það verði soddið gaman. Erum í miðsvölunum og frekar aftarlega ;) en bara tek kíki með mér ;).

Fór svo í dag í Japan Center og keypti fullt af japönskum mat. Var að leita að ákveðnum sósum og kryddum til að geta gert eins og var gert á japanska veitingastaðnum mínum. Var búin að skrifa allt á voða flottan miða og svona... en neinnei auddað allt á japönsku þarna, allar merkingar og allt.. ég skildi ekki neitt. Fann svona sitt og hvað því mundi hvernig leit út og svona.. og svo þurfti Ingvi að spurja um afganginn því ég skammaðist mín eitthvað svo að gera það ;)
En bjuggum til Tonpei Yaki í kvöld... sem tókst bara ógeðslega vel :D

Og já svo skeði sá merkilegi atburður í dag að ég fór inn í búðina mína hérna á horninu :D Pixie moon.. :D og hún er ógeðslega flott.